Karlalið ÍBV í körfuknattleik er úr leik í Subwaybikarkeppninni en liðið lék gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks á útivelli um helgina í 16 liða úrslitum keppninnar. Eins og við var að búast var sigur Blika öruggur en lokatölur urðu 102:58. Staðan í hálfleik var 48:33.