Eyjar, við erum að koma....
12. ágúst, 2014
Eyjar við erum að koma…�?að var mokveiði af stórum og fallegum makríl í brælu útaf Hvalbakshalli hjá peyjunum á henni Álsey frá Eyjum í gærkvöldi og frameftir degi. �?eir eru í miklu stuði brúarpeyjarnir á Álsey þessa dagana sem og aðra daga í sumar. Núna voru það þeir Bjarki Kristjánsson. sem var skipstjóri og Ingi Grétarsson stýrimaður, voru þeir peyjar ekki lengi að skella í dallinn. �?rjú góð höl tekinn og við á leið í land með 530 m3.
En þetta tók skemmri tíma að fá þennan skammt á veiðum en fyrir mig að keyra frá Landeyjarhöfn til �?órshafnar á Langanesi;) komandi aftur um borð eftir gott frí,að vísu með viðkomu í höfðaborginni í smá snúninga fyrir okkur á Álsey og eitt stykki Liverpool Open golfmót sem var tekið í leiðinni áður en brunað var í einum nettum spretti norður fyrir land þetta hefur því gengið vel í sumar og höfum við verið að landa á �?órshöfn reglulega frá því um miðjan júlí og þar áður í Eyjum.
En núna erum við á leið til Eyja aftur og fögnum við því hér um borð. Í Eyjum ættum við að vera í fyrramálið um níuleitið eða svo. það er því óvænt ánægja að koma heim aftur svona stuttu eftir að hafa farið þaðan eftir fríið og þá getum maður knúsað sex ára afmæliskútinn minn Helga Marinó bara einum degi og seint, en það er eitthvað sem maður reiknaði bara ekki með svo líf og fjör og mikið af makríl á leið heim á ný frá Álsey, svo Svandís Geirsdóttir, Styrmir Gíslason og co gerið körin klár …makrílinn er að koma ískaldur stór og stinnur …eða svo segir Ingi
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst