Eyjaskinna dregin fram við opnun Fágætissafns
17. maí, 2025
Sigurfinnur skrifar hausinn í Eyjaskinnu af sinni alkunnu snilld. Mynd Gunnar Júlíusson.

„Eyjaskinna er skinnbók sem gerð var fyrir norðan fyrir Þorstein Víglundsson og er gestabók sem dregin er fram við hátíðleg tækifæri. Fyrsta færslan er frá 1938. Bjarni Guðjónsson, bróðir Ásmundar greifa skar út forsíðuna sem er hið mesta listarverk,“ segir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss um hina merkilegu bók sem liggur frammi þegar Fágætissafnið verður opnað á morgun.

 

Kári og Gunnar sýna forsíðuna sem er hið mesta listaverk.

 

„Bókin Eyjaskinna var gerð 1938 að undirlagi Þorsteins Víglundssonar. Hann mun hafa fengið norðanmenn að verka skinnin. Skólabróðir Þorsteins og nafni Davíðsson sem var framkvæmdastjóri Skinnaverksmiðjunnar á Akureyri valdi skinnin í bókina en þau eru sennilega 60 til 70 talsins en Bjarni Guðjónsson, listamaður skar út spjöldin,“ segir í grein eftir Helga Bernódusson í tímaritinu Eyjaskinnu sem nefnt er eftir Eyjaskinnu hinni stóru.

 

Haus Sigurfinns í Eyjaskinnu er hinn glæsilegasti.

 

„Við höfum notað bókina mjög sparlega frá 1938, síðast 2012 þegar Bókasafn Vestmannaeyja átti 150 ára afmæli og Byggðasafnið 80 ára afmæli sem tengist Þorsteini sem hafði veg og vanda að stofnun safnsins. Núna þegar Fágætissafnið rís opnum við bókina og notum,“ segir Kári en bókin er eins og ný því skinnin hafa varðveist vel og eru fjórar síður eftir.

Sigurfinnur Sigurfinnsson, listmálari og listaskrifari var fenginn til að skrifa haus í tilefni opnunar Fágætissafnsins. Þar skrifa gestir við opnun safnsins á sunnudaginn nöfn sín á flauelsmjúkt kálfskinnið.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.