Kvennalið ÍBV lék einnig í gær í 1. deild kvenna þegar stelpurnar sóttu ÍR heim. Þetta er næst síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni en ÍBV er öruggt í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild. Eyjastelpur voru ekki í vandræðum með ÍR-inga og unnu sex marka sigur, 0:6. Næsta laugardag leikur ÍBV sinn síðasta leik þegar stelpurnar taka á móti Selfossi í síðasta leik liðanna. Það er jafnframt úrslitaleikur um efsta sætið þar sem Selfyssingum dugar jafntefli.