Eyþór Orri með ÍBV út tímabilið
7. maí, 2024
Eyþór Orri Ómarsson. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV út tímabilið 2024.

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Eyþór getur leikið flestar stöður á vellinum en hefur mest leikið sem sóknarmaður síðustu ár.

Eyþór Orri hefur spilað 25 deildarleiki með ÍBV og 10 bikarleiki en í þeim hefur hann skorað 1 mark. Eyþór á fjöldann allan af leikjum og mörkum fyrir KFS en hann á 13 mörk í 41 leik í 3. deild fyrir þá.

Knattspyrnudeildin hlakkar til samstarfsins við Eyþór en hann mun vafalaust hjálpa liðinu í Lengjudeildinni í sumar, segir að endingu í frétt ÍBV.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst