Eyverjar skora á ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins

Aðalfundur Eyverja félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fór fram í gær. Arnar Gauti Egilsson var endurkjörinn formaður stjórnar og með honum í stjórn sitja þau Anika Hera Hannesdóttir, Garðar B. Sigurjónsson, Guðný Rún Gísladóttir og Reynir Þór Egilsson. Auk þess sem kosin var ný stjórn sendi fundurinn frá sér eftirfarandi stjórnarályktun.

“Vestmannaeyjar eru raunhagkerfi. Pattstöðuna í kringum vatnsleiðsluna sem liggur til Vestmannaeyja sem skaddaðist í slysi í nóvember í fyrra ber að taka mjög alvarlega. Ef vatnsleiðslan fer áður en tekst að finna langtíma lausn getur það orðið mjög skaðlegt atvinnulífinu í Vestmannaeyjum sem skapar þjóðarbúinu töluverðar gjaldeyristekjur á ári hverju. Eyverjar skora á ríkisstjórn Íslands og þingmenn kjördæmisins að ganga inn í þá pattstöðu sem komin er upp í málinu og tryggja hér nýja vatnsleiðslu á milli lands og Eyja hið fyrsta, almenningi og þjóðarbúinu til heilla. Þrátt fyrir að margt jákvætt hafi verið gert varðandi málið séu það einungis plástrar á það heljarinnar sár og aðstæður sem við samfélagið í Vestmannaeyjium búum við.”

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.