Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, hélt í gærkvöldi skemmtikvöld til styrkar Krabbavörn Vestmannaeyja. Um 200 Eyjamanna og -kvenna sóttu skemmtunina og skemmtu sér hver öðrum betur. Aðal skemmtikraftur kvöldsins Ari Eldjárn toppaði gott kvöld og fór á kostum svo gestir hreinlega veltust um af hlátri.