Ríkislögmaður hefur fallist á að greiða tvítugum manni 150 þúsund krónur í bætur vegna handtöku á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra.
Maðurinn, sem er dökkur á hörund taldi að húðlitur hans hefði skipt máli við handtökuna, segir í frétt á fréttavef RÚV.
Þar segir ennfremur að ríkislögmaður hafni því alfarið í bréfi til lögmanns mannsins að eitthvað athugavert hafi verið við framgöngu lögreglu. Fyrir liggi þó að maðurinn sætti handtöku og líkamsleit og ekki verði talið að hann hafi valdið eða stuðlað að aðgerðunum sjálfum. Því séu skilyrði til bóta uppfyllt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst