Fálkaungi fékk næturgistingu hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um síðustu nótt en þá um kvöldið hafði vegfarandi komið með fuglinn á lögreglustöðina. Fálkinn var ekki sjálfbjarga og fékk að sofa í litlum kofa bakvið lögreglustöðina. Til að reyna hressa upp á hann fékk hann að gæða sér á andakjöt sem borið var fyrir fuglinn. Skólabörn sem voru í skoðunarferð í lögreglustöðinni kíktu auðvitað á fálkann og höfðu gaman af.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst