Falleg mynd af fallegum fugli
21. janúar, 2015
Glöggur fuglaáhugamaður, Gígja �?skarsdóttir, sendi okkur þessa fallegu mynd sem tekin var nærri Eldheimum. Samkvæmt upplýsingum frá Erpi Snæ hjá Náttúrstofu Suðurlands mun þetta vera smyrill. Sú fuglategund hefur ekki vetursetu á Íslandi en undanfarin ár hefur meira orðið vart við Smyrla hérlendis þar sem meira sé orðið um spörfugla á veturna sem honum henti vel. Segir Erpur Snær að hann hafi um nokkurn tíma fylgst með smyrli suður á Breiðabakka. Sagði hann að þegar verið er að gefa kindunum þar, leiti dúfur líka mikið í kindafóðrið og þá sé smyrillinn mættur. Hann sé hinsvegar of smár til að geta slegið dúfurnar til dauðs eins og stærri fálkategundir geri, en elti þær hinsvegar og bíti þær þá gjarnan í hausinn svo gat verður eftir.
Á fuglavefnum segir um smyrla: �??Algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni. Smyrillinn er lipur og harðfylginn veiðifugl sem flýgur hratt yfir móa og grundir og þreytir oft bráð sína með því að elta hana. Vængjatökin eru hröð og flugið létt, hann svífur sjaldan og hnitar lítið.”
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst