Hvað einkennir farsæl efri ár einstaklings sem býr í Vestmannaeyjum?
Því reyndu fundargestir og starfshópur að svara á framtíðarþingi um farsæl efri ár, sem var haldið í Eldheimum nú í kvöld.
Starfshópinn skipa Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu, Ragnheiður Lind Geirsdóttir starfandi deildarstjóri í dagdvöl, Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi frá “Aldur er bara tala” og Kolbrún Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu.
Þróun á mannfjölda er á þann veg að árið 2002 voru eldri borgarar 8,4% af heildaríbúafjölda Vestmannaeyja, en árið 2022 er hlutfallið orðið 16%. Það skýrist aðallaega af tvennu; þá fyrst og fremst að fólk lifir lengur og færri barnsfæðingum.
Starfsfólk vantar í þennan geira og leitar hópurinn að lausnum til að sinna eldri borgurum sem best með þau aðföng sem eru til staðar.
Starfshópurinn leggur upp með að vinna næstu skref út frá vinnuhópum fundargesta sem voru myndaðir á þinginu og verður því þjónustan að stórum hluta mótuð af þeim sem koma til með að nýta hana.
Veltir hópurinn jafnvel upp þeirri spurningu hvort við getum farið í tilraunaverkefni og mögulega framkvæmt hluti sem aðrir geta ekki, sökum nálægðar, smæðar samfélagsins og vegna þess að hér erum við staðbundin á eyju.
Áhugavert verður að sjá niðurstöður þingsins og fylgjumst við spennt með.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst