Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið
Herjólfur á leið til Eyja.

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins.

Fram  kom að bæjarstjóri fór einnig yfir upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn. Dýpið í höfninni er gott og sýndi stór mæling í sumar fram á eðlilegt ástand sem getur þó breyst hratt þegar haustlægðirnar skella á. Önnur stór mæling verður tekin í október. Dýpkunarskipið Álfsnes er tilbúið að sigla til Landeyjahafnar um leið og Vegagerðin óskar eftir því en skipið er skuldbundið til að vera til taks frá 15. september og út apríl 2025.

Staðan á ríkisstyrkta fluginu var rædd en eins og kom fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku er ekki búið að ganga frá samningi um flug þrátt fyrir að útboði sé lokið. Ríkið hefur ekki tryggt að fullu það fjármagn sem þarf svo hægt sé að ganga frá samningi.

Úr fundargerð bæjarstjórnar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.