Almenn umræða um samgöngumál var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Farið var yfir upplýsingar frá Herjólfi ohf. það sem af er ári, það er rekstur, fjölda farþega og verkefni framundan.
Herjólfur flutti 68.094 farþega í mánuðinum sem leið og hefur fyrstu sex mánuði ársins flutt 181.702 farþega, sem er aukning um 3% frá fyrstu sex mánuðum ársins 2023.
1. júlí tók gildi ný siglingaáætlun sem verður í gildi til og með 11. ágúst, á þessu tímabili verða sigldar 8 ferðir á dag, áður auglýst siglingaáætlun um verslunarmannahelgina helst óbreytt.
Þá kom fram í fundargerð að rekstur félagsins sé á áætlun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst