Fastur dælubúnaður í Landeyjahöfn er ekki hagkvæm lausn, segir forstöðumaður hjá Siglingastofnun. Fyrir hálfu ári sagði hann kostnaðinn við slíka lausn ekki vera mikinn. Nýtt dæluskip hóf dælingu í nótt eftir að dýpkunarrör festist í botni hafnarinnar í gær.