Karatefélag Vestmannaeyja átti sína fulltrúa um helgina þegar keppt var á 2. Bikarmóti KAÍ á keppnistímabilinu 2016 til 2017 og 2. Bushido móti KAÍ. Fyrra mótið er í flokki fullorðinna en þar keppti Arnar Júlíusson í Kata sem er með nokkurri einföldun bardagi við ímyndaðan andstæðing.
�??�?ar tapaði Arnar sinni fyrstu viðureign gegn andstæðingi sem er svipaður honum í getu en þeir eru vanir að vinna til skiptis í innbyrðis viðureignum. Arnar tók séns og framkvæmdi Kata sem er á háu erfiðleikastigi og hann er ekki búinn að æfa mjög lengi fyrir keppni og tapaði 3 – 2,�?? segir �?var Austfjörð þjálfari KFV. �?ar sem andstæðingur Arnars komst alla leið í úrslit fékk Arnar svokallaða uppreisn um bardagann um bronsið gegn þeim sem tapaði fyrir hinum sem komst í úrslitaeinvígið. Arnar gerði sér lítið fyrir og komst í bronsbardagann sem hann sömuleiðis sigraði.
KFV átti annan fulltrúa á þessu móti en það var hinn 17 ára skiptinemi Zara Pesenti frá Sviss. Zara keppti í Kumite, sem er bardagahlutinn, og tapaði hún fyrir Íslandsmeistara unglinga. �??Sökum þess hve fáir voru að keppa þá komst hún einnig í uppreisnarviðureign þar sem hún tapaði 3-2 á dómaraúrskurði og var ég að sjálfsögðu ekki sammála þeim dómi,�?? segir �?var en þetta var í fyrsta skiptið sem Zara keppti eftir að hafa æft Kumite í þrjá mánuði.
�?au Arnar og Zara kepptu einnig á Bushido mótaröðinni, sem er fyrir 12 til 17 ára. Ásamt þeim var Aron Steinar Gunnarsson að keppa í Kata í flokki 12 til 13 ára en hann datt út í fyrstu umferð. �??Hann er að æfa Kata á erfiðleikastigi sem er erfitt fyrir hann en hann er að undirbúa sig fyrir Íslandsmót eftir fimm vikur þannig þetta fór bara í reynslubankann,�?? segir �?var.
Zara lenti aftur á móti þeirri sömu og hún hafði keppt við á hinu mótinu og var sömu sögu að segja af þeirri viðureign. �?rátt fyrir það fékk hún uppreisn og þar sem andstæðingur hennar mætti ekki fékk hún bronsið.
Arnar keppti einnig í unglingamótinu og fékk hann sama andstæðing og hann hafði tapað fyrir á fullorðinsmótinu. �??Við vorum nokkuð vissir um hvaða Kata hann myndi framkvæma þannig við skiptum um Kata hjá Arnari og hann framkvæmdi þaulæft Kata og þá vann hann og fór alla leið í úrslit. �?ar tapaði hann fyrir Íslandsmeistaranum í aldursflokknum en sá hefur töluverða yfirburði yfir jafnaldra sína. Næsta markmið er að vinna hann. Arnar hefur bætt sig mjög mikið og er að vinna til verðlauna á öllum mótum núna,�?? segir �?var að lokum.
�?ess má geta að fjórir keppendur á vegum KFV munu mæta til leiks á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni sunnudaginn 29. janúar.