Áhöfnin á uppsjávarveiðiskipinu Faxa RE 9 heldur úti heimasíðu, faxire9.is, rétt eins og margar aðrar áhafnir fiskiskipa, og má þar sjá fréttir af veiðum, afla og öðru sem er að gerast um borð. Á nýlegri færslu hjá þeim Faxamönnum er fyrst minnst á makrílveiðarnar en síðan sagt frá því að þeir hafi farið inn á færeysku netsíðuna skipini.com þar sem lesa mátti að færeyska skipið Fagraberg hefði landað 1000 tonnum af makríl í Vestmannaeyjum og fengið 4 kr. danskar fyrir kílóið sem gerir rúmlega 80 kr. íslenskar.