Ferðakostnaður ÍBV-íþróttafélags 45 milljónir
12. desember, 2013
Starfsmenn ÍBV-íþróttafélags hafa undanfarnar vikur tekið saman ferðakostnað félagsins við að senda lið í hinum ýmsu flokkum á Íslandsmót í handbolta og fótbolta. Niðurstaðan liggur nú fyrir en ferðakostnaður er 45.300.000 kr á ári. Rétt er að taka það fram að hér er eingöngu átt við ferðakostnað fyrir lið í Íslandsmót, ekki í bikarkeppni, deildarbikar eða æfingaleiki. ÍBV-íþróttafélag hefur auk þess eingöngu handbolta og fótbolta á sínum snærum og ljóst að ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar í Eyjum í heild sinni er nokkuð hærri.
�??�?að er ljóst að það er ekki auðvelt að halda úti svona kostnaðarsamri starfssemi en með mikilli vinnu sjálfboðaliða og foreldra. ÍBV vill koma þökkum til allra er koma að starfinu án ykkar væri þetta ekki mögulegt,�?? segir á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst