Ferðasamtök Suðurlands kynntu ferðaþjónustu í Vestmanneyjum í Fífunni
26. apríl, 2007

Ferðasamtök Suðurlands eru að stórum hluta rekin af Ferðamálstofu Íslands. �?ar sem Vestmannaeyjabær kemur ekki að þessum kostnaði að þá er ég ekki alveg með hann á hreinu, en eftir því sem ég þekki til þá er hann eitthvað á annað hundrað þúsund�? Allt Suðurland, og þar með Vestmannaeyjar, var kynnt á básnum af ferða og markaðsfulltrúum svæðisins þ.e. mér, Ásborgu Arnþórsdóttur í Uppsveitum Árnessýslu og Sigurdísi Guðjónsdóttur forstöðumanni Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands. Á básnum voru engir fulltrúar einkafyrirtækja. �?g held að við höfum gert okkar besta í að auglýsa svæðið og undirstrika tenginguna til Eyja. Hvað varðar kynningu á sýnigunni fyrir ferðaþjónustufyritækjum að þá kynntu aðstandendur sýningarinnar hana rækilega svo vikum skipti. �?g held að þær auglýsingar og tilboð til félaga og fyrirtækja geti varla hafa farið fram hjá neinum. �?g vil aftur nota þetta tækifæri til að minna á að Ferðasamtök Suðurlands eru hagsmunasamtök allra í ferðaþjónustu á Suðurlandi og það er mín sannfæring að við hér í Eyjum séum einmitt að ná góðum árangri vegna þess að staða okkar innan samtakana hefur styrkst til muna. Suðurland er hvergi kynnt innanlands eða erlendis öðruvísi en þáttur Vestmannaeyja sé afgerandi og áberandi. �?að að einstök fyrirtæki hér í bæ hafi svo tekið sig saman og verið á bás á golfsvæði sýningarinnar fannst mér auðvitað mjög jákvætt, golfvöllurinn er jú ein af perlunum okkar, sem hefur alla burði til að vaxa. Vöxtur og velgengni Golfklúbbs Vestmannaeyja hefur í för með sér tekjur fyrir allt bæjarfélagið og þá sérstaklega ferðaþjónustuna. Í starfi mínu er ég að vinna að kynningu og markaðsetningu á samfélaginu hér í Vestmannaeyjum í heild sinni, undir það heyra ferða- og menningarmál svo nokkuð sé nefnt. �?g hef verið boðin og búin að vinna með öllum sem til mín leita, átt gott og skemmtilegt samstarf við fólk á hinum ýmsu sviðum. �?að er auðvitað erfiðara að vinna með eða ná til þeirra sem alls ekki vilja vinna með manni, en þeir eru sem betur fer ekki margir. Að lokum þetta, ef það er eitthvað sem þér finnst ekki fullsvarað í þessum skrifum mínum þá hringdu endilega í mig eða komdu við hér í ráðhúsinu, ég held það sé ekkert í þessu sem við getum ekki leyst í góðu með því að ræða málin í rólegheitunum. Kristín Jóhannsdóttir Ferða- menningar- & markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst