Pólitískur pöntunarlisti sem er fram settur til að friðþægja fyrir allt svona rétt fyrir kosningar.
Við lestur hennar kemur manni í hug saga Sigurðar Nordals; Ferðin sem aldrei var farin. �?etta eru samgöngumannvirkin og vegirnir sem aldrei voru lagðir. Sextán ára svikaferill í samgöngumálum er að baki hjá Sjálfstæðisflokknum og nú á að gera allt fyrir alla. �?remur mánuðum fyrir kosningar.
Er það líklegt í ljósi sögunnar að áætlunin gangi eftir? Auðvitað ekki.
Sextán ára vanrækslusyndir og nú á að fara ferðina. Loksins. Tvöfalda vegi, byggja höfn í Bakka, bora sex ný jarðgöng. Allt fyrir alla. Á augabragði rétt fyrir kosningar.
Nei, Sturla ráðherra. Svikinn Suðurstrandarvegur í fjórgang er líklega besta dæmið um stuttlega afrekaskrána. En allt í einu hillir undir hann. �?ó ekki fyrr en 2018 reyndar.
Veginum sem var lofað sem sérstakri samgönguframkvæmd fyrir árið 1999. �?t af kjördæmabreytingum.
Sjálfstæðisflokkurinn fór aldrei í ferðalagið í átt að Nýja Íslandi í samgöngumálum. Undirbjó sig reyndar ekki heldur eins og sögupersóna Sigurðar í hinni frábæru sögu. Nema núna þegar stundaglasið er að tæmast.
Nú skal farið í ferðalagið. Ferðin sem ekki var farin á 16 árum í samgönguráðuneytinu. Nú skal lagt í hann en ætli þolinmæði kjósenda sé ekki þrotin og annað flokkamynstur í ríkisstjórn blasi við eftir um áttatíu daga eða svo.
Ferðalagið inn í samgöngubyltinguna átti sér hins vegar aldrei stað í tíð hægristjórnarinnar sem nú hefur setið í 12 ár. �?að verkefni bíður nýrra tíma og annarra manna.
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi.
Greinin birtist í Morgunblaðinu
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst