Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Rós Einarsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna.
Fjölskylda? Mamma mín heitir Íris Sif Hermannsdóttir, pabbi minn heitir Einar Birgir Baldursson og svo á ég yngri bróðir sem heitir Baltasar Þór Einarsson og svo heitir stóri bróðir minn Óðinn Rafn Einarsson.
Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst gaman að hlusta á tónlist og líka að teikna og skrifa.
Fermingardagur: 26. apríl.
Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir ferminguna gengið? Bara mjög vel myndi ég segja.
Af hverju ákvaðst þú að fermast? Af því ég trúi á guð.
Ertu spennt eða stressuð fyrir deginum? Ég er spennt en samt pínu stressuð.
Hvernig verður dagurinn hjá þér? Ég verð með frekar stóra veislu og ætla að halda hana á GOTT. Það verður bleikt þema í salnum.
Ertu búin að velja fermingarfötin þín? Já ég er búin að finna mér kjól.
Er eitthvað sérstakt á óskalistanum hjá þér í fermingargjöf? Ég myndi segja bara pening.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst