Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum
12. janúar, 2025
Samara hefur í störfum sínum fyrir stofnunina náð að byggja upp og rækta sterk tengsl milli Háskóla Íslands og samfélagsins í Vestmannaeyjum.

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra sem Háskóli Íslands starfrækir á landsbyggðinni,“ segir á vef HÍ á föstudaginn.

Þessu fagnar Filipa á Fésbókarsíðu sinni. „Það gleður mig mikið að deila því að ég er að byrja í nýju starfi forstöðumanns Rannsóknaseturs Vestmannaeyja. Ég er mjög heppin að vera í svona ótrúlegu starfi og ég er mjög spennt fyrir árunum framundan og öllum þeim möguleikum sem Suðurland býður upp á rannsóknir á sjávarspendýrum,“ segir Samara sem ásamt eiginmanni sínum, Paul Wensveen hefur unnið að hvalarannsóknum við Setur HÍ í Vestmannaeyjum. Búa þau með fjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum.

Doktor í sjávarspendýrum

Í frétt HÍ segir: „Filipa lauk doktorsprófi í líffræði frá St. Andrews háskóla 2011 með ritgerðinni „Functional design and use of acoustic signals produced by killer whales (Orcinus orca)“ en áður hafði hún lokið meistaraprófi í vistfræði 2005 frá sama háskóla og BS-prófi í líffræði 2004 frá Háskólanum á Asoreyjum. Filipa hefur í rannsóknum sínum einkum fjallað um sjávarspendýr  og atferlisvistfræði og meðal annars beint sjónum að félagslegri hegðun hvala, hljóðsamskiptum, búsvæðanotkun og vistfræði fæðunáms. Hún hefur mikla reynslu af stjórnun rannsóknaverkefna, stórra sem smárra, og þátttöku í samstarfsverkefnum með innlendum og erlendum rannsakendum og stofnunum.

Filipa hefur náð góðum árangri í að afla styrkja til rannsóknaverefna og m.a. fengið styrki úr Rannsóknasjóði Íslands og Innviðasjóði Rannís, auk erlendra rannnsóknasjóða eins og Jules Verne, Earthwatch Institute, National Geographic, EEA og Biodiversa+.

Með mikla reynslu sem kennari

Filipa hefur kennt í námskeiðum við Háskóla Íslands og Háskólann í St. Andrews frá 2005 og þá hefur hún einnig kennt við Háskólasetur Vestfjarða frá 2021. Hún hefur leiðbeint fjölda meistaranema og nokkrum grunnnemum og verið prófdómari doktorsnema og meistaranema við hina ýmsu háskóla. Þá hefur Filipa leiðbeint fimm doktorsnemum við Háskóla Íslands undanfarin ár.

Filipa starfaði sem rannsóknasérfræðingur við Hafrannsóknastofnun 2016-2020 og nýdoktor 2010-2015 við sömu stofnun. Hún hóf störf sem akademískur sérfræðingur við Stofnun rannsóknasetra HÍ árið 2020 og hefur í störfum sínum fyrir stofnunina náð að byggja upp og rækta sterk tengsl milli Háskóla Íslands og samfélagsins í Vestmannaeyjum.

Filipa er í stjórn Vistfræðifélags Íslands og tekur virkan þátt í alþjóðlegu nefndastarfi um hafrannsóknir og verndun hafsins, m.a. á vettvangi SCOR/Scientific Committee on Oceanic Research,“ segir í fréttinni og býður Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands Filipu hjartanlega velkomna til starfa.

Áhugavert viðtal við Samöru í Eyjafréttum í nóvember 2022.

Filipa Eyjafréttir 

Filipa Eyjafréttir02

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst