Fjórar stúlkur úr yngri flokkum handboltans hjá ÍBV og einn drengur hafa verið valdin á æfingar hjá landsliðum Íslands. Heiða Ingólfsdóttir, markvörður hefur verið valinn til æfinga hjá tveimur liðum, U-20 og U-18 ára. Þá voru þær Eva María Káradóttir, Dröfn Haraldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir einnig valdar til að taka þátt í U-18 ára landsliðsæfingunum. Kolbeinn Arnarson, markvörður meistaraflokks ÍBV hefur einnig verið valinn í æfingahóp U-20 ára landsliðs karla.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst