Tilkynnt var um eld í parhúsi á �?orlákshöfn á sjötta tímanum í gærmorgun en íbúðin þar sem eldurinn kom upp var mannlaus og húsráðandi á sjó. Í hinum helmingi hússins býr kona ásamt tveimur börnum og komst sú fjölskylda vandræðalaust út.
Mikill eldur var þegar að var komið að sögn lögreglunnar á Selfossi og er íbúðin mikið skemmd bæði af eldi og reyk.
Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi að sögn lögreglunnar Selfossi en þeir sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir í �?orlákshöfn á umræddum tíma eru beðnir að hringja í síma 480-1010.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst