Eyjamenn höfðu betur gegn Gróttu í kvöld í Olís-deild karla. Leiknum lyktaði með fimm marka sigri en lokatölur voru 29:24. Markahæstir í liði ÍBV voru þeir Theodór Sigurbjörnsson og Sigurbergur Sveinsson með átta mörk hvor. Kolbeinn varði 15 skot í markinu.