ÍBV vann öruggan sigur á FH þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Hafnarfirði í dag. Lokatölur urðu 5:0 og komst ÍBV upp í fjórða sætið, að minnsta kosti um tíma.
Mbl.is greinir frá.
Staðan var 2:0 í hálfleik en eftir hlé bættu Eyjakonur við þremur mörkum. Cloe Lacasse og Abigail Cottam skoruðu báðar tvö mörk fyrir ÍBV og Veronica Napoli skoraði eitt.
ÍBV er nú með 30 stig í fjórða sætinu og fór uppfyrir �?ór/�??KA sem mætir Fylki nú klukkan 16. FH er í sjötta sætinu með 17 stig.