Við jeppabifreiðina var tengd létt kerra. �?kumanninum tókst að halda jeppabifreiðinni á hjólunum en hún er talsvert skemmd eftir að hafa lent út af veginum en ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni slapp án meiðsla. Hálka var á yfirborði vegarins þegar þetta gerðist.
Síðdegis á föstudag missti ökumaður jeppabifreiðar stjórn á jeppabifreið sinni sökum hálku og dimmviðris á Landvegi móts við Hjallanes með þeim afleiðingum að jeppabifreiðin hafnaði ofan í skurði, án þess þó að velta, stakkst á nefið, framendann og er mikið skemmd eftir. �?kumanninn sakaði ekki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst