Það var heldur betur markaveisla þegar ÍBV vann Aftureldingu í B-deild Lengjubikars kvenna en leikið var á Varmárvelli fyrir framan 30 áhorfendur. Afturelding komst í 3-0 á fimm mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en á næstu tveimur mínútum skoraði ÍBV tvö mörk og staðan 3-2 í hálfleik. ÍBV jafnaði svo metin strax í byrjun síðari hálfleiks með marki Sóleyjar Hauksdóttur sem hafði skorað síðasta markið í fyrri hálfleik og Hlíf Hauksdóttir skoraði svo tvö mörk og tryggði ÍBV sigur.