Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi.
„Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í dag. Frá þessu er greint á visir.is.
„Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar.
Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Guðmundur vinnu á bát og var á leið í róður í morgunsárið klukkan fjögur. Skipstjórinn á bátnum mun hafa orðið afar hissa þegar hann fékk símtal í dag og spurður hvort það væri mögulega fimmtán ára stúlka um borð.
Samkvæmt heimildum fréttastofu viðurkenndi Guðmundur Elís að vinkona hans væri um borð og sagði skipstjórinn stúlkunni að hringja strax í foreldra sína. Var Guðmundur Elís í brúnni ásamt skipstjóra þar til báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ um klukkan 15:30 í dag. Þar biðu tveir lögreglubílar og var Guðmundur færður í járn og stúlkunni komið í öruggar hendur,“ segir á visir.is
Myndin er af fésbókarsíðu systur stúlkunnar sem var farin að óttast um systur sína.
Nánar á https://www.visir.is/g/20232397957d/fimm-tan-ara-stulka-um-bord-i-bat-med-annaludum-of-beldis-manni
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst