Guðrún Kristmannsdóttir er með eiginmanni sínum, Halldóri Hallgrímssyni og þremur dætrum sínum úti en þau höfðu verið þar yfir jól og áramót. Guðrún sagði í samtali við Fréttir að hópurinn væri að sleikja síðustu sólargeislana áður en haldið yrði heim á leið.
�?�?etta er búið að vera mjög skemmtilegt hérna og við höfum haft það mjög fínt. Reyndar eru skiptar skoðanir um það að eyða jólunum erlendis en eins og ég sagði við Halldór, hvað eru jólin annað en að láta sér líða vel í faðmi fjölskyldunnar og borða góðan mat? Yngsta dóttir okkar, sem fermist næsta vor er ekki ánægð með að vera hér yfir jólin en mér fannst það ágætt. �?að versta við þetta er að nú er Halldór búinn að prófa að vera úti yfir jólin og nú vill hann prófa að vera úti yfir �?jóðhátíð,�? sagði Guðrún og leist ekki mjög vel á þá fyrirætlan eiginmannsins en hún bað í lokin fyrir sólarkveðjum til Eyjamanna, nær og fjær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst