Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Í fyrri leik dagsins mætast ÍBV og Stjarnan. Í færslu á facebook-síðu handknattleiksráðs ÍBV eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta og styðja liðið til sigurs og tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum.
Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur app. Leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV 2. Leikskrá úrslitahelgar Powerade bikarsins má sjá hér.
Tímasetningar á leikjum dagsins:
Kl. 18:00 Stjarnan – ÍBV
Kl. 20:15 Fram – Afturelding
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst