Fiskiðjan
3. febrúar, 2019
Trausti Hjaltason

Hvað var planið?
Fasteignarþróunarverkefnið á Fiskiðjureitnum er eitt það mest spennandi sem er í gangi í Vestmanneyjum í dag. En hvers vegna var farið af stað? Var eitthvað plan?
Já svo sannarlega var plan í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum, það er hins vegar þannig að þegar þú leggur af stað í stóra hugmynd og stórt verkefni, þá tekur verkefnið breytingum og gengur stundum betur eða verr heldur en gert var ráð fyrir. Í þessu tilfelli er svo sannarlega hægt að segja að allt hafi gengið upp og að betur og hraðar hafi gengið en stóð til.

Hvers vegna var farið af stað?
Í byrjun síðasta kjörtímabils fundu allir bæjarfulltrúar að ábyrgð þeirra væri mikil varðandi næstu ákvarðanir eða aðgerðarleysi í atvinnuþróunarmálum. Blikur voru á lofti og breytingar að eiga sér stað sem voru þegar farnar að hafa áhrif. Hér er fyrst og fremst átt við miklar fjárfestingar í sjávarútvegi sem voru að eiga sér stað, afar jákvætt fyrir samfélagið, en þýddi breytt landslag og önnur tækifæri. Sterkt og öflug sveitarfélag eins og Vestmannaeyjar var með bolmagn til að bregðast við og skapa eitthvað jákvætt til þess að sækja fram veginn.

Viðgerð eða kúlan
Á sama tíma var komið að því að ákveða hvort að fara ætti í viðgerð og framkvæmdir á Fiskiðjunni eða einfaldlega að rífa hana. Bæjarfulltrúar óttuðust að ef Fiskiðjan yrði rifinn að þá mundi myndast eins konar ,,Ground Zero“ í hjarta bæjarins. Svæðið blasir við þegar siglt er innsiglinguna og þess vegna var ákveðið að fara í fasteignaþróunarverkefni á svæðinu. Nú fóru hlutirnir af stað og allt að rúlla. Til að byrja með var ákveðið að fara hægt af stað og fara eingöngu í utanhúsframkvæmdir á húsinu og henda rusli úr húsinu sem hefði alltaf þurft að gera hvort sem húsið yrði rifið eða ekki. Ruslið í húsinu reyndist töluvert meira en áætlað var og tók drjúgan tíma. Á sama tíma voru viðræður í gangi við Ísfélagið um húsið þeirra sem lægi að Fiskiðjunni, samningar náðust og var ákveðið að byggja það hús upp m.a. hafa þar íbúðir fyrir fatlaða. Húsið var rifið að mestu leyti og við það myndaðist sár á Fiskiðjunni sem þurfti að loka.

Einkaframtak, Nýjar íbúðir
Öflugir einstaklingar sýndu því áhuga að byggja nýjar íbúðir í Vigtarhúsinu við hlið Fiskiðjunnar og á íbúðir á efstu hæð Fiskiðjunnar. Þarna nýttist einkaframtakið og small þetta allt inn í þau plön að byggja upp þennan reit til heilla fyrir samfélagið.

Stóra leyndarmálið
var hins vegar að Merlin Entertainment eitt stærsta fyrirtæki heims í skemmtanaiðnaðnum var búið að ákveða að ganga til samninga við Vestmannaeyjabæ um að byggja nýja Sæheima á sinn kostnað og koma með þrjá Mjaldra til Eyja. Þetta var einfaldlega of gott til að vera satt, en satt var það og allt fór að snúast. Innan bæjarstjórnar þurfti að halda trúnað um málið í töluverðan tima enda málið á viðkvæmum stað. Allir bæjarfulltrúar voru á einu máli um og var mikil samstaða. Samkomulag náðist og erlenda fyrirtækið er nú að útbúa nýtt og glæsilegt safn á neðstu hæð Fiskiðjunnar ásamt því að undirbúa komu mjaldrana. Þetta verkefni er að skapa beint ný störf og óbeint fjölmörg störf, mikil innspýting inn í samfélagið.

Öll skrifstofurými fyllt
Á annari hæðinni náðust síðan samningar við Þekkingarsetrið, gerður var langtíma leigusamningur sem á að standa undir öllum kostnaði við gerð annarrar hæðarinnar. Það gekk síðan vonum framar fyrir Þekkingarsetrið að leigja út öll rýmin á hæðinni sem er hin glæsilegasta.

Háskólanám í húsið
Ríkisstjórnin tók vel í hugmyndir bæjarstjórnarinnar um að fá hingað nám í haftengdri nýsköpun í samstarfi við Háskólan í Reykjavík. Það náðist inn á fjárlög og varð námið að veruleika, nú þegar hafa nemendur sem byrjuðu í náminu stofnað fyrirtæki sem eru byrjuð að vaxa. Ávöxturinn af náminu er því farinn að skila sér, en vonandi verður þetta upphafið af einhverju stóru.

Bæjarskrifstofunnar á einn stað
Þá stendur þriðja hæðin eftir og varákveðið að færa allar bæjarskrifstofunnar undir eitt þak, starfsemi sem er núna á nokkrum stöðum í bænum. Við það mundi vera hægt að sækja alla þjónustu bæjarins á einn stað og starfsmenn gætu unnið saman í meiri tengslum við hvorn annan, svo að ekki sé minnst á hagræðið að vera í einu húsi í stað margra.

Hugmyndin að ganga upp
Hugmyndin um Fiskiðju reitinn er því að ganga upp og sér varla fyrir endann á þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað þarna í kring. Hugmyndin var í raun tvíþætt, að lagfæra hús sem voru í niðurnýslu á þann máta að sómi væri af. Að búa til umhverfi þar sem hugmyndir gætu vaxið og auka þannig tækifæri samfélagsins til að takast á við breytta tíma. Vera með þannig dýnamík í húsnæðinu að það væri líklegt til árangurs. Það hefur tekist og vonandi verður áframhald á þeirri þróun.

Dýnamík í húsinu
Þegar allt er klárt verður í húsinu: Erlent stórfyrirtæki með gríðarlega þekkingu á markaðssetningu og ferðaþjónustu, sjávarlíffræðingar, vísindamenn, rannsóknarstofur, háskólanám, endurmenntun, kennslustofur, fyrirlestrar- og fundarherbergi, íbúðir, skrifstofurými, safn, fjölmiðill, endurskoðendaskrifstofa, útgerðarfyrirtæki, atvinnuráðgjöf, verkfræðingar og fleira og fleira.

Verðmæt eign
Ég hef mikla trú á því að öll þessi uppbygging verði til heilla fyrirsamfélagið. Svæðið er einnig að verða mun snyrtilegra heldur en það var. Vestmannaeyjabær hefur sömuleiðis eignast verðmæta eign og þarf ekki mikinn sérfræðing til að sjá að hér var skattfé bæjarbúa nýtt á skynsaman hátt í þágu samfélagsins.

Hugmyndin vanhugsuð?
Á síðasta bæjarstjórnarfundi sagðiformaður bæjarráðs sem situr í meirihluta H- og E-lista að upplifun hans væri á þá leið að hugmyndin með fiskiðjunni hafi verið vanhugsuð. Bæjarstjóri talaði einnig um að það hafi ekki legið nægilega skýrt fyrir opinberlega á sínum tíma hvað átti að gera við Fiskiðjuhúsið. Á dögunum fór formaður bæjarráðs síðan mikinn í fjölmiðlum og sagði að framkvæmdir í Fiskiðjunni þurfti að skoða og kallaði síðan strax í kjölfarið eftir úttekt endurskoðunarfyrirtækis á þeim framkvæmdum sem átt hafa sér stað í húsinu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki á móti úttekt
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu á bæjarstjórnarfund og ætluðu að leggja fram breytingartillögu á afgreiðslu bæjarráðs, sem var á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn setti sig ekki gegn úttekt á Fiskiðjunni, en teldu skynsamlegt að leita fyrst skýringa hjá starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar sem væru með allt á hreinu gagnvart framkvæmdunum og athuga hvort að það væru ekki eðlilegar skýringar á öllu. Ef það mundi síðan koma í ljós að svo væri ekki, þá væri eðlilegt að láta endurskoðendur fara yfir málið.

Betra að leita skýringa áður en farið er í kostnaðarsama úttekt
Eins og allir vita þá kostar töluverða fjármuni að láta endurskoðunarfyrirtæki taka út hlutina og er því almennt skynsamlegt að leita fyrst skýringa hjá öflugu starfsfólki Vestmannaeyjabæjar sem þekkir vel til. En í öllum látunum hjá E- og H- listanum þá gleymdu þeir að fara að lögum og drifu úttektina áfram án þess að fá samþykkt í bæjarstjórn að fara í úttektina, úttektin var hafinn og var því verið að greiða atkvæði á bæjarstjórnarfundi um mál sem var nánast búið að afgreiða. Öll lætin voru því algjör stormur í vatnsglasi, og eingöngu vegna þess að E- og H- listi virtust ekki hafa trú á því að planið með Fiskiðjuna hafi verið svona stórt og djarft í byrjun.

Trausti Hjaltason
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst