„Ef af því verður þá er það ekkert annað en árás á landsbyggðina af þeim sem standa ættu vörð um hana,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður um fyrirhugaða lokun á skattstofunni í Eyjum. „Við værum að tapa bæði grunnþjónustu og mikilvægum störfum. Það er algerlega óþolandi hversu gjarnan kerfiskallar og -kerlingar í Reykjavík grípa til þess að færa þessi fáu störf sem krefjast háskólamenntunar frá Eyjum og nær höfuðborginni og oftast niður í 101. Þar var þenslan og nú þegar kreppir að þarf að draga saman þar en ekki loka þessum fámennu skrifstofum úti á landsbyggðinni sem verða vart opnaðar aftur þegar betur árar.“