Lið FÍV keppir á heimavelli en Rás 2 sendir út í beinni útsendingu frá húsnæði skólans í kvöld en lið Iðnskólans í Reykjavík verður staðsett í höfuðstöðvum Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti.
Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefur verið fastur liður á dagskrá Sjónvarpsins frá árinu 1986 með forkeppni í tveimur umferðum á Rás 2. Frá 1991 hefur keppnin verið með því sniði í Sjónvarpinu sem hún er nú. Fyrri umferðin á Rás 2 hefst í þetta sinn mánudag 8. janúar. Keppnin í Sjónvarpinu byrjar 23. febrúar og verður keppt á föstudagskvöldum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst