Lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum komst í gærkvöldi í aðra umferð spurningakeppninnar vinsælu Gettu betur hjá RÚV. FÍV sigraði lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði í 1. umferð með 8 stigum gegn 5. Bæði lið fengu fimm stig úr hraðaspurningunum en Eyjamenn bættu við þremur stigum í bjölluspurningunum og tryggðu sér um leið sigurinn.