Fjárhagsáætlun 2020
9. desember, 2019

Fimmtudaginn 5. desember fór fram fundur í bæjarstjórn en fundargerðin var birt í morgun  aðal umræðuefni fundarins var seinni umræða um fjárhagsáætlun 2020

Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á
fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2020 frá fyrri umræðu. Við umræðu um
málið tóku einnig til máls: Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig
Sigurðardóttir, Elís Jónsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

Bæjarsjóður Vestmannaeyja stendur traustum fótum

Meirihlutinn bókaði eftirfarandi “Bæjarsjóður Vestmannaeyja stendur traustum fótum, hvort heldur litið er til reksturs, eigna eða skulda. Við rekstur sveitarfélagsins á næsta ári verður áhersla lögð á ábyrg fjármál og hagkvæman rekstur, en ekki síður að veita góða þjónustu.
Jafnframt er þess gætt að sýna hófsemi í álagningu skatta og opinberra gjalda.
Eins og fram kom í erindi bæjarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020,
var ákveðið að hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði yrði lækkað úr 0,33% í
0,291% og á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,55%. Þetta er gert til að mæta þeim
hækkunum sem orðið hafa á fasteignamati milli 2019 og 2020 þannig að álögur á
íbúaeigendur og eigendur fyrirtækja hækki ekki á milli ára. Þá var ákveðið að
gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyja (þ.e. aðalsjóðs) hækki ekki milli ára, þ.m.t.
leikskólagjöld, gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, matarskostnaður fyrir
börn í grunn- og leikskólum, dagvistargjöld og úttektargjöld. Þessar ákvarðanir eru
í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda
þar sem m.a. er kveðið á um lægri skatta og lægri opinberar álögur til að auka
kaupmátt og kjarabætur lágtekjuhópa.
Í fjárhagsáætlun er sömuleiðis gripið til margháttaðra aðgerða til að bæta þjónustu
við unga jafnt sem aldna í sveitarfélaginu. Má þar nefna hækkun á frístundastyrk í 35.000 kr.; aukið fjármagn í stoðþjónustu leik- og grunnskóla; áherslu á
snemmtæka íhlutun og tölvu og upplýsingamál; heilsueflingu eldri borgara og átak
í aðgengismálum; Allt þetta miðar að því að bæta lífsgæði og auka ánægju íbúa í
Vestmannaeyjum og að nýta tekjur sveitarfélagsins á ábyrgan og skilvirkan hátt til
þjónustu við bæjarbúa.

Minnsti rekstrarafgangur A hluta síðan 2006

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja framlagða fjárhagsáætlun og lýsa
yfir ánægju m.a. með að komið hafi verið í veg fyrir verulega hækkandi
fasteignagjöld á einstaklinga vegna hækkunar fasteignamats og dregið úr
hækkandi fasteignagjöldum á atvinnustarfsemi ásamt því að tekin hefur verið
ákvörðun um að ráðast í viðbyggingu við Hamarskóla sem mun sameina undir eitt
þak starfsemi hans, frístundaversins og Tónlistarskólans og þannig auka
rekstrarhagræðingu og bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Hins vegar
gera bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við eftirfarandi þætti:
1) Í niðurstöðu fjárhagsáætlunar ársins 2020 gefur að líta minnsta rekstrarafgang
A hluta sveitarsjóðs til fjölda ára eða allt frá því áður en Sjálfstæðisflokkurinn tók
við rekstri sveitarfélagsins. Lítill rekstrarafgangur af sveitarsjóði skýrist fyrst og
fremst af verulegri þenslu í rekstri án nokkurrar hagræðingar eða aðgerða til að
sporna við vaxandi útgjöldum á borð við nýjum stöðugildum og fjölda
kostnaðarsamra úttekta, svo dæmi séu tekin.
2) Tekjur sveitarfélagsins duga ekki fyrir gjöldum þess í A hluta og ef ekki væri
fyrir fjármagnstekjur sveitarfélagsins sem er ávöxtur öflugrar fjármálastjórnunar
sveitarfélagsins í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yrði
niðurstaða fjárhagsáætlunar neikvæð. Þannig er forsenda þjónustuaukningar
byggð á þeim sjóðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur eytt mikilli vinnu í að byggja
upp. Það er mun auðveldara að eyða fé en að afla þess.
3) Gengið er á handbært fé sveitarfélagsins um 130 milljónir króna til að halda
uppi framkvæmdahraða í sveitarfélaginu.

Tekjur A-hluta duga fyrir gjöldum

Bæjarfulltrúar E- og H- lista sjá sig knúna til þess að bregðast við bókun
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fyrir fyrri umræður fjárhagsáætlunar var bæjarstjórn með vinnufund þar sem allar stórframkvæmdir sveitarfélagsins voru ákveðnar. Tekin var meðvituð ákvörðun um að ganga á handbært fé sveitarfélagsins vegna þess að ekki hefur tekist að framkvæma það sem átti að framkvæma á árunum 2018 og 2019. Allir
bæjarfulltrúar voru sammála um þessa nálgun.
Tekjur A-hluta duga fyrir gjöldum, framlög til A og B hluta fyrirtækja upp á 192
milljónir eru inni í rekstri A hluta sem gera það að verkum að rekstrarniðurstaðan
er lægri. Rekstrarframlög hafa verið bókuð inn á A hluta frá árinu 2017, áður var B
hlutinn rekinn með tapi og það lækkaði afkomu samstæðunnar. Því er rangt sem
kemur fram í bókun hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að áætlun hafi aldrei
verið lögð fram með minni afgangi. Fram til ársins 2017 var fjárhagsáætlun öðruvísi uppsett, þá voru ákveðin B hluta fyrirtæki sveitarfélagsins látin skila tapi í
fjárhagsáætlun en í dag fá þau rekstrarframlög frá A hluta.

Lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2020
Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2020:
Tekjur alls 4.129.936.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði 4.214.648.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð 43.797.000
Veltufé frá rekstri 500.509.000
Afborganir langtímalána 22.540.000
Handbært fé í árslok 568.720.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2020:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður 83.320.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður 32.182.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, hagnaður 0
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu 0
Rekstrarniðurstaða Hraunbúðir 0
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands,hagn. 5.372.000
Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf. tap -11.831.000
Veltufé frá rekstri 233.159.000
Afborganir langtímalána 13.089.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2020:
Tekjur alls 6.618.967.000
Gjöld alls 6.591.472.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð 152.840.000
Veltufé frá rekstri 733.668.000
Afborganir langtímalána 35.629.000
Handbært fé í árslok 568.720.000

Fjárhagsáætlun 2020 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst