Fjármagnið sem sparaðist hefði átt að nýtast áfram í Eyjum
3. júlí, 2018

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins sendi í byrjun mars fyrirspurn á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra varðandi fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar. Hún hefur nú svarað fyrirspurnum hans og sagði Birgir að  svarið staðfestir það að sameiningin við HSU fól í sér fækkun stöðugilda í Vestmannaeyjum um 5 ársverk. „Árið 2013 voru þau 67,5 en árið 2017 eru þau 62. Í svarinu er sett fram tafla sem sýnir rekstrarkostnað og hækkun framlaga til HSV en á sama tíma færri stöðugildi á launum. Þetta skýrist fyrst og fremst af launahækkunum og launaskriði en ekki aukinni starfsemi eða þjónustu. Í svarinu kemur fram að fækkun hafi átt sér stað í hópi æðstu stjórnenda HSV. Dýrustu stöðugildin voru því lögð niður í Eyjum við sameininguna. Ekki er hægt að sjá að sá launasparnaður sem því fylgdi hafi nýst stofnuninni. Ég er þeirrar skoðunar að fjármagnið sem sparaðist við þessa ráðstöfun hefði átt að nýtast áfram í Eyjum, í heilbrigðisþjónustu við íbúanna. Auk þess varð bæjarfélagið af útsvarstekjum við þessa breytingu.“ Birgir sagðist ætla  fylgja þessu máli eftir í fjárlagavinnunni fyrir árið 2019, sem hefst í haust.

Spurningarnar og svör heilbrigðisráðherra má sjá hér

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst