Fjögra marka sigur ÍBV á Hapoel Ramat
16. október, 2015
ÍBV og Hapoel Ramat mættust í Áskorendakeppni Evr­ópu í hand­bolta í Vest­manna­eyj­um í kvöld þar sem ÍBV sigraði með fjög­urra marka mun, 25-21. Liðin komust að samkomulagi um að leiki báða leikina í Vestmannaeyjum og var þetta heimaleikur Hapoel Ramat.
ÍBV byrjaði miklu betur og völtuðu hreinlega yfir Ísraelanna sem gátu lítið sem ekkert og komst ÍBV í 8-0 þegar rúmlega átta mínútur voru liðnar af leiknum, liðsmenn Hapoel tóku þá við sér og þegar um 20. mínútur voru liðnar var staðan 11-7 en markmaður Hapoel, Jovan Kukobat hélt sín­um mönn­um inní leikn­um og varði 11 skot í fyrri hálfleik. ÍBV voru að spila góða vörn og fyrir aftan var Stephen Nielsen í stuði, en það var sóknarleikurinn sem varð til þess að munurinn varð ekki meiri í hálfleik og staðan 13-9 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Seinni hálfleik­ur var mun jafn­ari en sá fyrri, Eyja­menn héldu þó alltaf um þriggja til fimm marka forskoti hleyptu þeim aldrei nær en þremur mörkum, leiknum lauk með fjögurra marka sigri ÍBV, 21-25 og er það gott veganesti fyrir seinni leikinn en nú er einungis hálfleikur í þessu einvígi. En liðið sem vinnur samanlagðan sigur fer áfram í þriðju umferð og mætir Benfica frá Portúgal. Síðari leikur liðanna fer fram á sunnudaginn klukkan 13:30
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Theodór Sigurbjörnsson 6, Magnús Stefánsson 4, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Einar Sverrisson 3, Dagur Arnarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Svanur Páll Vilhjálmsson 1 og Brynjar Karl �?skarsson 1
Stephen Nielsen varði 26 skot.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst