Fjölbreytt dagskrá á sumardaginn fyrsta
23. apríl, 2014
Fyrsti dagur sumars er á morgun, fimmtudaginn 24. apríl. Sumrinu verður fagnað með hátíðahöldum í Eyjum eins og víða annarsstaðar en dagskrá hefst klukkan 11:00 í Menningarhúsinu Kviku við Heiðarveg, þar sem Bæjarlistamaður Vestmannaeyja verður útnefndur. Skólalúðrasveitin leikur við athöfnina.
Skrúðganga hefst svo klukkan 13:00 en safnast verður saman við Safnahús og gengið fylktu liði, í kjölfar Lúðrasveitar Vestmannaeyja, skáta í Skátafélaginu Faxi og félaga í Leikfélagi Vestmannaeyja upp að Íþróttamiðstöð. �?ar hefst dagskrá 13:30 og verður margt í boði. Leikfélag Vestmannaeyja kynnir dagskrá og vinsæla söngleiki. Einar Mikael töframaður kemur fram og veitt verða verðlaun fyrir bestu lundateikninguna, sem er samstarfsverkefni Barnaskólans og verslun Eymundson í Vestmannaeyjum. �?á mun Sindri Guðjónsson spila og syngja með börnunum.
Dagskrá eftir það má sjá hér að neðan:
Sagnheimar opið 13.00 – 16.00
Heimildarmyndasýningar:
Gosið og uppbyggingin, mynd Heiðars Marteinssonar og kl. 13.00 og 14.00
Lundamynd Páls Steingrímssonar kl. 15.00
Sæheimar opið 13.00 – 1600
Sýning á hnattlíkönum af mars og tunglinu
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst