Klukkan tíu í dag, sjómannadaginn verða fánar dregnir að húni. Klukkan 13.00 er sjómannamessa í Landakirkju þar sem séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni.
Milli klukkan 14.00 og 17.00 er hið víðfræga Eykindilskaffi í Akóges og klukkan 15.00 hefst hátíðardagskrá á Stakkó þar sem Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Aldnir sægarpar heiðraðir og því stjórnar Valmundur Valmundsson.
Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Matthíasar Harðarsonar. Ræðumaður Sjómannadagsins er Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Verðlaunaafhending fyrir keppnir helgarinnar. Fimleikafélagið Rán sýnir og hoppukastalar og popp í boði fyrir yngsta fólkið.
Mynd – Fjölmenni var við hátíðarhöldin á Stakkó í fyrra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst