Tölur Hastofunnar frá ágúst síðastliðnum sýna að gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% á milli ára. Gistinætur í ár voru rúmlega 189 þúsund en rúmlega 186 þúsund í sama mánuði árið 2007.
Fjölgun er öll tilkomin vegna útlendinga og átti sér stað í öllum landshlutum nema á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi en þar eru gistinætur svipaðar á milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 12%, þar fóru gistinætur úr 17.000 í 19.000.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst