Fjöll, gras, tré og 20 stiga hiti á Grænlandi
5. september, 2015
Sigurður �?ór Norðfjörð fór í fyrsta sinn til Grænlands árið 2009 þá aðeins 13 ára gamall. Hann var alltaf staðráðinn að fara aftur þangað í heimsókn. Honum fannst umhverfið, fólkið og staðurinn heillandi. �?að varð samt sem áður ekkert úr því fyrr en núna í sumar.
Einn daginn voru þau Sigurður og Guðdís í heimsókn hjá ömmu hans og afa, þeim Jónu Guðrúnu og Jóhanni Norðfjörð, umræðan var sumarvinna. Jóna Guðrún stakk þá upp á því að þau myndu sækja um vinnu á Grænlandi sem þau gerðu. �?au langaði að prófa eitthvað algjörlega nýtt, upplifa aðra menningu og fara í skemmtilega sumarvinnu, þannig að þetta var kjörið.
Parið var í Grænlandi í rúmlega sex vikur, frá 23. júní til 8. ágúst. �?au unnu við allt sem tengist hótelrekstri, þ.á.m. að elda þar sem hótelið var einnig veitingastaður, sækja og skutla farþegum á 25 ára gömlum Mitsubishi Pajero sem hafði einungis þriðja, fjórða og fimmta gír og líka unnu þau við ræstingar og afgreiðslu.
Guðdís og Sigurður segja að það fari rosalega eftir því hvar maður er í Grænlandi hvernig lífinu er háttað eins og alls staðar annars staðar. Í Igaliku eru samgöngur aðeins með bátum og þyrlum. Bátur kom á tveggja vikna fresti með vörur í litlu búðina sem þar er. Búðin er aðeins opin frá 10.00 til 12.00 og svo frá 13.00 til 14.00 á daginn. Margir íbúar í bænum eru ekki með rennandi vatn í húsum sínum. �?ví er reddað með svokölluðu þjónustuhúsi sem allir íbúar hafa aðgang að. �?ar getur fólkið þvegið þvottinn sinn, farið á salernið og í sturtu. Vatnið fer einnig reglulega af í bænum ef það eru sem dæmi margir gestir, þar sem vatnsdælurnar voru mjög lélegar.
Sigurður hafði komið til Grænlands áður og þar með kom honum lítið á óvart, en Guðdísi kom virkilega á óvart hvernig landið var, þar sem hún bjóst aðeins við ísjökum, snjó, sleðahundum og nánast snjóhúsum. �??Svo lendum við í Narsarsuaq og þar sjáum við aðeins fjöll, tré og gras og erum í 20 stiga hita.�?? Aðspurð segjast þau hafa lært helling í þessari dvöl.
�??Við lærðum að elda úr því sem við höfðum úr að spila hverju sinni þar sem ekki var hægt að skreppa út í búð. Við lærðum að meta hvað við höfum það virkilega gott hér á Íslandi miðað við hvernig fólkið hefur það á Grænlandi. Einnig kom nægjusemi Grænlendinga okkur virkilega á óvart.�??
Guðdís segist einnig hafa áttað sig á því að Nuuk er á sömu breiddargráðu og Reykjavík. Parið reiknar ekki með að fara aftur þangað að vinna en þau eru alveg til í að kíkja þangað í frí.
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst