Eins og undanfarna áratugi, er Guðlaugssundið þreytt í sundlaug Vestmannaeyja. Áður fyrr sáu nemendur í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja um að synda en eftir að skólinn lagðist af, hefur almenningur séð um að synda. Í ár komu að minnsta kosti tveir sundmenn ofan af landi til að þreyta sundið, alls sex kílómetra en það er sú vegalengd sem talið er að Guðlaugur Friðþórsson hafi synt þegar mótorbáturinn Hellisey VE sökk árið 11. mars 1984.