Fjölmennasta Skötumessan til þessa
Eyjamennirnir Simmi og Unnur fluttu nokkur hressileg lög ásamt hljómsveit og meðsöngvurum.

Skötumessan í Garði var haldin að kvöldi 19. júlí. Um 500 gestir sóttu viðburðinn og ilmur af kæstri skötu, saltfiski og plokkfiski með tilheyrandi meðlæti fyllti íþróttahús Gerðaskóla. Í hópi gesta mátti sjá fjölda brottfluttra Vestmannaeyinga. Eyjamaðurinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður var veislustjóri en hann er helsti frumkvöðull hinnar árlegu Skötumessu á sumri.

Boðið var upp á fjölbreytt tónlistaratriði. Þar má nefna Davíð og Óskar, Pál Rúnar Pálsson, Jón Ragnar Ríkharðsson, Simma og Unni ásamt hljómsveit og í lokin söng Gospelkór Fíladelfíu undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Ræðumaður kvöldsins var Guðni Einarsson.

Skötumessan úthlutaði styrkjum upp á samtals 7.720.000 krónur. Þar af fékk Samhjálp fimm milljóna króna styrk í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna. Auk þess fengu m.a. Björgin, Nes íþróttafélag fatlaðra, Miðstöð símenntunar og einstaklingar styrki. Börnum í Vinnuskólanum í Suðurnesjabæ sem hjálpuðu við undirbúning Skötumessunnar var boðið í pizzuveislu í þakklætisskyni. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lögðu Skötumessunni lið.

Gospelkór Fíladelfíu flutti kraftmikla gospeltónlist. Þeirra á meðal voru Eyjamennirnir Pétur Erlendsson gítarleikari og Einar sigurmundsson sem spilaði á slidegítar.
Eyjamennirnir Simmi og Unnur fluttu nokkur hressileg lög ásamt hljómsveit og meðsöngvurum.
Það var þröngt setinn bekkurinn og messugestir nutu kræsinganna sem á borð voru bornar.
Kræsingarnar voru ekki af verri endanum. Ilmandi kæst skata, saltfiskur og plokkari með tilheyrandi meðlæti.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.