Um helgina fór fram í Vestmannaeyjum stærsta Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar sem haldið hefur verið til þessa en um 430 þátttakendur af öllu landinu tóku þátt í mótinu. Landsmótið hefði án efa verið mun stærra ef ekki hefði komið til flensufaraldur en um 150 manns þurftu að hætta við vegna inflúensunnar. Landsmótið var allt hið glæsilegasta og ungmennin skemmtu sér konunglega.