Það var þéttsetinn bekkurinn á flugeldabingói ÍBV sem fór fram í Höllinni gær. Dekkað var upp fyrir 600 manns en þó nokkur fjöldi varð að vera með spjöld sín á lærum sínum, slík var mætingin. Hlutverk bingóstjóra var að venju í höndum Grétars Þórs Eyþórssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar. Óskar Pétur Friðriksson skellti sér með myndvélina á bingóið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst