Fjölmiðlaumræða strax í kjölfar atburða er þungbær fyrir suma brotaþola
13. ágúst, 2015
�?að þætti víða í heiminum fagnaðarerindi að lögregluembætti sýndi svo mikinn skilning á sálrænum eftirköstum kynferðisbrota og hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. �?g hélt því í einfeldni minni að að hagsmunahópar þolenda og fagaðilar almennt myndu fagna þessari ákvörðun. �?að kom mér því vægast sagt nokkuð í opna skjöldu þegar umræðan í fjölmiðlum fór að snúast um að ákvörðun lögreglustjóra væri slæm og virtust ýmsir hagsmunahópar þolenda kynferðisbrota og jafnvel fagaðilar með þekkingu á kynferðisbrotamálum finna þessari ákvörðun allt til foráttu.
Á miðvikudegi fyrir þjóðhátíð birtist frétt á Visir.is með fyrirsögninni �??Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á �?jóðhátíð�?? og er vísað í bréf sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafði sent á viðbragðsaðila fyrir þjóðhátíð. Samdægurs kemur talskona Stígamóta fram í kvöldfréttum R�?V, þar sem hún með vísan í umrætt bréf efast um hæfi lögreglustjóra til að gæta hagsmuna þolenda kynferðisofbeldis. Segir lögreglustjóra vanta yfirsýn og innsýn og nefnir hugtakið þöggun í þessu samhengi.
Á fimmtudegi sendir Blaðamannafélag Íslands (BÍ) og Félag fréttamanna út harðorða yfirlýsingu þar sem talað er um tilraun lögreglustjóra til þöggunar og bætt við að lögreglustjóri sé að brjóta lýðræðislega og samfélagslega skyldu sína með því að greina ekki skilmerkilega frá því sem fréttnæmt þykir á þjóðhátíð. �?egar einn þekktasti fagaðili landsins á sviði kynferðisofbeldis sem og forsvarsmenn fjölmiðlamanna koma fram í fjölmiðlum með þessum hætti er ekki að undra að einhverjir hafi dregið þá ályktun að markmið lögreglustjóra hafi verið að þagga niður öll kynferðisbrot á þjóðhátíð.
Hlutlægni og ábyrgð fréttamanna og fagaðila í fjölmiðlum
�?að er eitt ef almennir borgarar draga ályktanir út frá umfjöllun Visir.is, en maður gerir þá lágmarkskröfu til fagaðila að þeir myndi sér ekki fullmótaða skoðun án þess að kynna sér málin betur. �?að felst mikil ábyrgð í að vera titlaður fagaðili í fjölmiðlum og þykir mér ansi hart að meta hæfni opinbers starfsmanns út frá einu bréfi og ekki síður alvarlegt að saka viðkomandi um þöggun!
Í þessu tilfelli hefði ég talið skynsamlegra ef talskona Stígamóta hefði sjálf kynnt sér þau rök og ástæður sem lágu að baki ákvörðun lögreglustjóra. Eins má velta fyrir sér hlutlægni fjölmiðla í þessu máli, og hversu ítarlega forsvarsmenn BÍ og Félags fréttamanna hafi kynnt sér málið áður en harðorð yfirlýsing var send út? �?g vil þó hrósa vinnubrögðum fréttamanna Morgunblaðsins og þáttastjórnenda Síðdegisútvarps Rásar 2, sem höfðu fyrir því að spyrja um afstöðu þeirra fagaðila sem lögreglustjóri hafði leitað álits hjá. Í viðtali Síðdegisútvarps Rásar 2 fimmtudaginn 30. júlí, útskýrði ég meðal annars að málið snerist ekki um að þagga niður kynferðismál, þvert á móti benti ég á að réttar upplýsingar ættu og myndu koma fram, þegar væri búið að vinna úr málunum.
Að sama skapi skrifaði lögreglustjóri á lögregluvefinn á föstudag 31. júlí að upplýsingar vegna kynferðismála sem mögulega kæmu upp yrðu veittar um leið og hagsmunir brotaþola væru tryggðir sem og rannsóknarhagsmunir. Einhverra hluta vegna fór lítið fyrir þessum ummælum í umræðunni og lifðu gróusögur um þöggun á þjóðhátíð því áfram í vitund margra.
Ákvörðun lögreglustjóra – aðdragandinn
En um hvað snerist ákvörðun lögreglustjóra og hvernig var aðdragandinn? Síðustu árin hafði skapast sú venja á þjóðhátíð að lögregla birti tölulegar upplýsingar um fjölda kynferðismála nánast samdægurs og í sumum tilfellum áður en málsatvik voru að fullu upplýst. �?t frá sjónarhóli fréttamanna var þetta eflaust fínt fyrirkomulag en út frá sjónarhóli brotaþola er ég þeirrar skoðunar að almennt sé ekkert gott unnið með því að birta þessar upplýsingar svo fljótt. Í aðdraganda þjóðhátíðar 2015 hafði lögreglustjóri samband við ýmsa fagaðila sem hafa unnið með kynferðisbrotamál á þjóðhátíð, hér á meðal forráðamenn Áfallateymis �?jóðhátíðarnefndar, Félagsþjónustu, Barnavernd, og Heilsugæslu Vestmannaeyja og Neyðarmóttöku kynferðisbrota í Reykjavík.
Lögreglustjóri viðraði þá hugmynd að veita ekki upplýsingar til fjölmiðla um kynferðisbrot um helgina, með það að leiðarljósi að vernda rannsóknarhagsmuni sem og aðra hagsmuni brotaþola í þessum erfiða málaflokki. Var einróma álit allra fagaðila að þessi almenna regla um að bíða með tilkynningar til fjölmiðla í þessum málaflokki væri skref í rétta átt, enda hafði reynslan sýnt okkur frá síðustu hátíðum að fjölmiðlaumræða strax í kjölfar atburða hefði verið þungbær fyrir suma þá brotaþola sem leitað höfðu aðstoðar okkar á þjóðhátíð.
Guðrún Jónsdóttir, yfirfélagráðgjafi í Vestmannaeyjum og annar umsjónarmanna áfalla- og barnaverndar teymis þjóðhátíðar sendi út mjög góðan pistil á eyjar.net eftir hátíðina, þar sem hún fór mjög faglega í gegnum hvers vegna og hvernig fjölmiðlaumræðan getur verið þungbær sumum þolendum. Við þetta má bæta að rannsóknir hafa sýnt að kynferðisbrot er sú tegund áfalls sem leiðir hvað oftast til áfallastreituröskunar (Kessler et al. 1995).
Rannsóknir sýna að 65% karla og 46% kvenna fá áfallastreituröskun í kjölfar nauðgunar. Til samanburðar má nefna að u.þ.b. 1.8% karla og 21.3% kvenna fá áfallastreituröskun í kjölfar líkamsárása, og 6.3% karla og 8.8% kvenna í kjölfar bílslysa. �?að er því enn mikilvægara að huga sérstaklega vel að þolendum kynferðisbrota, þar sem tölfræðilega eru mun fleiri í hóp þolenda kynferðisofbeldis sem munu eiga eftir að kljást við einkenni áfallastreitu en í hópi þolenda annarra áfalla. Hugmynd lögreglustjóra var því álitin betrumbót á úrvinnslu kynferðisbrota í kringum þjóðhátíð og þætti víða í heiminum fagnaðarerindi að lögregluembætti sýndi svo mikinn skilning á sálrænum eftirköstum kynferðisbrota. �?g hélt því í einfeldni minni að að hagsmunahópar þolenda og fagaðilar almennt myndu fagna þessari ákvörðun. �?að kom mér því vægast sagt nokkuð í opna skjöldu þegar umræðan í fjölmiðlum fór að snúast um að ákvörðun lögreglustjóra væri slæm og virtust ýmsir hagsmunahópar þolenda kynferðisbrot og jafnvel fagaðilar með þekkingu á kynferðisbrotamálum finna þessari ákvörðun allt til foráttu.
Er þetta sér íslenskt fyrirbæri?
�?etta er ekki í fyrsta sinn sem umræður um kynferðisbrotamál á þjóðhátíð skapa heitar umræður í fjölmiðlum á Íslandi, og kannski skiljanlegt því fólk hefur sterkar skoðanir á þessum málaflokki. Eftir 12 ára búsetu erlendis var ég þó vægast sagt hissa á því hvernig umræðan einkenndist af upphrópunum, útúrsnúningi og jafnvel samsæriskenningum sem ýttu undir misskilning og jafnvel tortryggni í garð heils bæjarfélags. �?g var t.a.m. spurður af einum fréttamanni hvort ákvörðun lögreglustjóra kæmi ekki beint frá þjóðhátíðarnefnd eða Elliða bæjarstjóra! �?g velti því fyrir mér hvort tortryggni og vantrú á störfum opinbera aðila sé meiri á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? �?ví hefur verið haldið fram (órökstutt) að lítil eyjasamfélög rækti með sér skrýtnar skoðanir, og er spurning hvort það geti átt við íslenskt samfélag og skýri þessa ófaglegu umræðu sem átti sér stað í þessu máli.
Var þetta bara misskilningur �?? erum við öll sammála?
Eftir hátíðina hef ég haft samband við ýmsa fagaðila og fréttamenn sem voru áberandi í umræðunni um þessi mál, aðallega til að kanna hvort við værum á öndverðum meiði hvað varðar ákvörðun lögreglustjóra um hvaða upplýsingar ber að veita fjölmiðlum um kynferðisbrot og á hvaða tíma sé best að veita þær. �?egar ég hef fengið tækifæri til að útskýra það sem ég hef útskýrt hér að ofan og greitt hefur verið úr þeim misskilningi sem um málið virðist hafa spunnist �?? þá virðast viðmælendur mínir í meginatriðum vera sammála okkur um að skynsamlegt sé að bíða með að fara með tölulegar upplýsingar um kynferðisbrot í fjölmiðla þar til búið er að tryggja hagsmuni þolenda og rannsóknarhagsmuni. Við erum einnig sammála um að á síðari stigum sé mikilvægt að veita almenningi réttar og nytsamlegar upplýsingar sem gætu haft forvarnargildi, aukið umræðuna og jafnvel hjálpað sumum þolendum að vinna úr sínum málum. �?g hlustaði á viðtal við formann Félags fréttamanna í Síðdegisútvarpi Rásar 2 fimmtudaginn 30. júlí, og ég get ekki betur séð en við séum sammála um að lögreglu beri að gefa réttar og nákvæmar upplýsingar til fjölmiðla.
Sumar reyndust rangar
Reynslan af fyrri þjóðhátíðum hefur sýnt okkur að sumar þær upplýsingar sem fóru til fjölmiðla samdægurs reyndust rangar þegar lengra var komið í rannsókn mála. Er þá ekki betra fyrir alla aðila að bíða og gefa fjölmiðlum í staðinn nákvæmari og áreiðanlegri upplýsingar seinna? Formaðurinn virðist þó þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að fréttir af kynferðisbrotum komi á rauntíma frá lögreglu, án þess þó að styðja það með haldbærum rökum.
Ekki er ég menntaður fjölmiðlafræðingur og hef ég því spurt eftir því hvaða rök séu með því að birta almennt fréttir af kynferðisbrotum á rauntíma, en ekki enn fengið svar. Hið eina sem ég hef heyrt í umræðunni frá öðrum sálfræðingum er mögulegt forvarnargildi þess að birta þessar upplýsingar á rauntíma, sem að mínu mati eru ekki sterk rök. Mögulegt forvarnargildi á ekki að vera ofar hagsmunum þess brotaþola sem málið fjallar um, þar að auki tapast forvarnargildið ekkert þó beðið sé með að tilkynna málið til fjölmiðla um nokkra daga eða vikur. �?g vil þó ekki útiloka að það geti verið önnur rök fyrir þessu sjónarmiði formanns Félags fréttamanna, en ég tel þó vera sterkari rök fyrir því að almennt beri ekki að birta fréttir af kynferðisbrotum á þjóðhátíð eins fljótt og gert hefur verið síðustu árin.
�?g, og allir sem ég hef rætt við, erum þó sammála um að vissulega geta komið upp tilfelli þar sem mikilvægt er að upplýsa almenning á rauntíma t.d. ef talið er að almenningur sé í yfirvofandi hættu. Til dæmis ef skipulagður raðnauðgari gengi laus í Herjólfsdal. Skráningar okkar á tegundum kynferðisbrota á þjóðhátíð sýna þó að slík mál hafa sem betur fer ekki verið að koma upp á hátíðinni. Flest kynferðisbrot á þjóðhátíð sem og annars staðar eru framin af tengdum aðila og í slíkum málum er sjaldnast þörf fyrir aðstoð almennings við leit að meintum geranda.
Horft fram á veginn
Í þau fjögur ár sem ég hef verið í forsvari áfallateymis á þjóðhátíð, hefur samstarf við alla viðbragðsaðila bæði í Eyjum sem og í Reykjavík verið mjög gott og vænti ég þess að svo verði áfram. Í áfallateyminu eru allt fagaðilar með mikla almenna reynslu á ýmsum sviðum félags- og heilbrigðismála og þar að auki margra ára sérhæfða reynslu af áfallavinnu á þjóðhátíð. �?essir fagaðilar þekkja jafnframt vel til aðstæðna í Eyjum sem hjálpar oft mikið til við úrvinnslu mála. Við höfum reynt að vinna okkar starf af heilindum og sótt þekkingu til Neyðarmóttökunnar í Reykjavík sem og Neyðarmóttöku kynferðisbrota í Árósum.
Engin þjónusta er þó hafin yfir uppbyggilega gagnrýni og utanaðkomandi ráðgjöf og viljum við gjarnan vinna í sameiningu með hagsmunahópum og fagaðilum sem telja sig geta hjálpað þeim skjólstæðingum sem leita þjónustu okkar á þjóðhátíð. Við gerum þó kröfu á að þessir aðilar kynni sér fyrst okkar störf svo þau séu betur í stakk búin til að veita okkur uppbyggilega gagnrýni.
Blöskraði hvernig umræðan þróaðist
�?g legg ekki í vana minn að blanda mér í umræður í fjölmiðlum, enda tel ég tíma mínum betur varið í að sinna sálfræði og rannsóknarstörfum en að skrifa í blöðin. Í þessu undartekningartilfelli þótti mér mikilvægt að koma mínum sjónarmiðum á framfæri, þar sem mér blöskraði hvernig umræðan þróaðist. �?g tel að ef umræðan hefði verið málefnalegri hefði hún að sama skapi verið lærdómsríkari. �?að er fullt af duglegu fólki sem hefur sterkar skoðanir á þessum málaflokki og væri nær að við fagaðilar, fjölmiðlar, hagsmunahópar og önnur samtök nýttum tíma okkar betur í að vinna saman og í gegnum uppbyggilega gagnrýni (byggða á rökum og þekkingu á starfi hvers annars) getum við vonandi gert enn betur fyrir brotaþola í þessum erfiða málaflokki.
Talskona Stígamóta, sem og meðlimir í hópi Aktivista gegn nauðgunarmenningu hafa öll tekið vel í samstarf og samstöðu í framtíðinni og fagna ég því. Hingað til hef ég að mestu átt í góðu samstarfi við íslenska fjölmiðla og þekki ég af eigin reynslu hversu öflugt forvarnar og fræðslustarf er hægt að vinna með fjölmiðlum hér í Danmörku. Eftir smá hnekki við þessa hátíð, vænti ég þess að samstarf við fjölmiðla á komandi hátíðum verði farsælt og allir sameinist um að vinna bug á því böli sem kynferðisofbeldinu fylgir, hvort sem er á útihátíð eða annars staðar.
Með vinsemd og virðingu Dr. Hjalti Jónsson, sálfræðingur
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst