Fjölnir sigraði ÍBV
3. maí, 2015
Pepsi deild karla hófst í dag þegar Eyjamenn sóttu Fjölni heim í Grafarvoginn. Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn.
Fjölnismenn voru mun beittari í fyrri hálfleik, þeir áttu nokkur góð marktækifæri en Guðjón Orri Sigurjónson var að verja vel í marki Eyjamanna. ÍBV var ekki að skapa sér mörg færi í fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikur var mun fjörugari en sá fyrri. Fjölnir komst yfir snemma í síðari hálfleik þegar �?órir Guðjónsson skoraði, �?órir fékk boltann inn fyrir vörnina og komst einn gegn Guðjóni Orra og setti boltann örugglega framhjá honum og staðan 1-0. Fjölnir fékk tækifæri stuttu síðar til að bæta við öðru marki en skotið fór í þverslá. ÍBV komust í algjört dauðafæri á 84. mínútu þegar boltinn kom inn í teiginn og datt fyrir Jonathan Glenn sem teygði sig í hann. Hann náði að koma boltanum á markið og í slá. Víðir �?orvarðarson var mættur til að taka frákastið, en boltinn fór rétt framhjá honum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst