Fjölnota hús verður við Hástein

Deiliskipulagið var unnið af Hornsteinum Arkitektum var fyrst auglýst 7. apríl 2006. 1. nóvember síðastliðinn samþykkti ráðið að auglýsa breytingar frá fyrri auglýstri tillögu og rann athugasemdafrestur út þann 4. desember. Eins og áður sagði barst ein athugasemd en hún kom frá íbúum við Brekkugötu 13 og 15.

“Ráðið getur ekki orðið við athugasemdum íbúa við Brekkugötu 13 og 15 varðandi tilfærslu á byggingarreit fyrir fjölnota íþróttahúss. Samkvæmt ákvæðum Aðalskipulags Vestmannaeyja 2002-2014 skal framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja byggjast upp á íþróttasvæðinu við Hástein þ.m.t. fjölnota íþróttahús. Við undirbúning að skipulagstillögu var staðsetning fyrir fjölnota íþróttahús m.a. valin með tilliti til hæðar mannvirkis í landslaginu og samnýtingu við önnur mannvirki,” segir m.a. í afgreiðslu ráðsins.

Smávægilegar breytingar verða gerðar á deiliskipulaginu af skipulags- og byggingarfulltrúa og samþykkti ráðið deiluskipulagið með breytingum.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.