Landsbankinn í Vestmannaeyjum stendur fyrir veglegri fjölskylduskemmtun á Goslokahátíðinni laugardaginn 2. júlí við útibú bankans á Bárustíg, kl. 14-16. Krakkar á öllum aldri geta spreytt sig við Skólahreystibraut sem sett verður upp í tilefni dagsins, settir verða upp hoppukastalar og tríó �?óris �?lafssonar leikur fyrir gesti. Sproti mætir að sjálfsögðu og heilsar upp á yngri gestina og boðið verður upp á grillaðar pylsur og annað góðgæti.