Sjómannadagshelgin hélt áfram í dag, laugardag með Sjómannafjöri í Friðarhöfn. Þar koma Eyjamenn saman, sjómenn og landkrabbar og skemmta sér við þrautir og leiki sem tengjast sjónum með einum eða öðrum hætti. Börnin fá einnig sinn skerf og var uppákoman í friðarhöfn skemmtileg en frekar svalt var í veðri, eins og reyndar hefur verið það sem af er sumars.